12.01.2012 Söðlaði um (RÚV)

Sævar Karl Ólason söðlaði um fyrir fjórum árum, seldi verslunina sína og fór að læra myndlist í Þýskalandi. Hann sagði frá því í Morgunútvarpinu hvernig hann venti kvæði sínu í kross, sextugur.

Hann segist alls ekki sjá eftir ákvörðuninni um að snúa baki við verslunarrekstri og helga sig myndlistinni. Hann sé stöðugt að læra eitthvað nýtt og þróast sem myndlistarmaður.

http://www.ruv.is/frett/innlent/sodladi-um